Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
4.4.2007 | 18:19
körfuboltinn er frábær skemmtun
Undanfarna daga þá hefur körfuboltinn og þá aðallega Iceland Expressdeildir karla og kvenna verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu. Það hefur verið frábær skemmtun að fara á alla þá körfuboltaviðburði sem boðið hefur verið uppá undannfarið og ég verið stoppaður núna nokkrum sinnum "út á götu" af fólki sem segir mér að það sé að fylgjast með körfunni og gaman sé að sjá þá uppsveiflu sem er hjá okkur í körfuknattleikshreyfingunni. En það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem hafa verið að standa sig vel því mjög gaman er að sjá þá miklu leikni sem krakkarnir í yngri flokkunum hafa verið að sýna í vetur og ljóst er að mikill efniviður er á ferð í yngri flokkunum okkar.
Núna hafa þegar verið krýndir nokkrir Íslandsmeistarar en mjög mikið er framundan á næstunni. Í kvöld hefjast úrslitin á milli Hauka og Keflavíkur í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna, Valur og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um að hvort liðið fylgir Þór frá Akureyri upp í Iceland Expressdeildina að ári. Á morgunn skírdag fara fram oddaleikirnir í undanúrslitum Iceland Expressdeildar karla, svona gæti ég haldið áfram en læt það vera í bili.
Mótahald okkar körfuboltafólks er víðamikið og með með því víðamesta sem um getur í íþróttahreyfingunnu hér á land og því miður þá er það stundum þaning að manni langar að sjá fleiri en einn viburð sem eru gangi hverju sinni eins og t.d. í kvöld en ég mun fara í Hafnarfjörðinn og sjá fyrsta leikinn hjá kvenfólkinu í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna og fylgjast með leik Vals og Stjörnunar í gegnum síma.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 14:57
spurningar fyrir stjórnmálaflokanna
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 22:02
frábært fyrir körfuna
![]() |
Grindavík vann Njarðvík og fær oddaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 19:23
Leikirnir beint á netinu
Eins og ég hef skrifað hér áður þá er ég mjög stoltur af því hversu vel körfuknattleikshreyfingin hefur nýtt sér tækni internetsins. Eitt af því sem einstaklingar innan körfuboltans hafa verð brautryðjendur í eru beinar útsendingar á netinu. Núna í kvöld fara fram leikir nr.4 í undanúrslitum IcelandExpress deildar karla, eins og allir vita þá sýnir íþróttarásin SÝN beint frá Grindavík í kvöld og er einnig með myndavél í Stykkishólmi og munu sýna þaðan einnig. Svo verður hægt að fylgjast með báðum leikjunum með beinni textalýsingu. Snæfell-KR er beint á KR-síðunni og Grindavík-Njarðvík er beint á karfan.is. Þeir sem ekki komast ekki á leikina þurfa því ekki missa af neinu - horfa á leikina á SÝN eða kíkja á netið og fylgjast með
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 11:54
Gaman á Skaganum í gær
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 10:31
íbúalýðræði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 11:34
hvað ef....
Nú kemur fulltrúi VG og segir að þáttaskil hafi orðið í deilum um virkjana-og efnhagsstefnu hér á landi mð úrslitunum í Hafnarfirði í gær. Þar sem mjög naumt var á munum - nánast jafnt þá get ég ekki verið sammála Ögmundi. Miðað við málflutning VG manna undanfarið þá hefðum við örugglega séð Ögmund og fleiri úr VG segja nákvæmlega þetta sama ef hans skoðanir hefðu orðið undir í kosningunum. Þetta var það tæpt að ég get ekki séð að þáttaskil hafi orðið í virkjana-og efnhagsstefnu , það hefði þurft meiri mun en 88 atkvæði að mínu mati.
![]() |
Ögmundur: Þáttaskil í deilum um virkjanastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2007 | 00:53
Risalandsmót í Kópavogi 5.-8.júlí
Mig langar að vekja athygli á Landsmóti UMFÍ sem fram fer í Kópavoginum 5.-8.júlí næstkomandi. Það er UMSK sem hefur umsjón með landsmótinu og hefur landsmótsnefnd undir forystu Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi unnið að því að gera þetta landsmót sem veglegast því ásamt því að halda landsmót verður haldið uppá 100 ára afmæli UMFÍ. Ég hef verið svo heppinn að vera í þeirri aðstöðu að geta fylgst með þeirri miklu vinnu sem verið að vinna í tengslum við mótið og það er mikill metnaður hjá UMSK og Kópavogsbæ að dagskrá mótsins verði sem glæsilegust og allir finni eitthvað við sitt hæfi, ég hvet sem flesta að kynna sér RISAlandsmótið og taka frá 5.-8.júlí fyrir landsmót í Kópavogi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)