Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Skeljungur öflugur samstarfsaðili

Eftirfarandi grein var ég að skrifa á vef KKÍ , og birti hér einnig

Fyrr í dag var haldinn blaðamannafundur þar sem undirritaður var tímamótasamningur við Skeljung hf um samstarf fyrirtækisins við KKÍ. Skeljungur mun verða aðalstuðningsaðili landsliða Íslands í körfubolta til ársloka 2010.

Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ gerir svo stóran samning við einn aðila sem kemur að fjármögnun landsliðs-og afreksstarfs sambandsins. Skeljungur mun koma að starfi landsliðanna, úrvals og afreksbúða KKÍ.

Með þessum öfluga stuðningi Skeljungs getur KKÍ eflt allt það starf sem er í kringum okkar bestu og efnilegustu leikmenn landsins í körfubolta. Stefnt verður að þátttöku yngri landsliða okkar í Evrópukeppni að nýju sem og að fjölga æfingaleikjum eins og kostur er hjá A-landsliðunum fyrir þátttöku þeirra í Evrópukeppnum.

Skeljungur hefur verið einn af samstarfsaðilum KKÍ frá árinu 2004 og hafa stjórnendur fyrirtækisins með þau Gunnar Karl Guðmundsson forstjóra og Guðrúnu Örmólfsdóttur markaðsstjóra í farabroddi séð tækifæri á því fyrir Skeljung að efla samstarfið enn frekar við KKÍ , færi ég þeim þakkir fyrir hönd KKÍ fyrir ánægjulega samvinnu undanfarið og hlakka ég til áframhaldandi samstarfs við þau og aðra starfsmenn Skeljungs.

Áhugi er einnig fyrir því hjá Skeljungi að koma enn frekar að starfi sambandsins með þátttöku í fræðslu-og útrbeiðslumálum körfboltans á komandi árum.

Hannes S. Jónsson
Formaður KKÍ


sögulegur áfangi

Set hér inn grein sem ég skrifaði á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins;

Á morgun laugardag mun karlalandsliðið okkar mæta frændum okkar Finnum í B-deild Evrópukeppninar, en leikurinn fer að þessu sinni fram í Finnlandi. Löndin hafa mæst oft áður í landsleik en það sem gerir þennan leik óvenjulegan er að í fyrsta sinn er sjónvarpað beint frá landsleik í körfuknattleik af erlendri grundu.

Það er ánægjuefni fyrir okkur körfuboltamenn sem og landsmenn alla að RÚV mun sýna alla heimaleiki landsliðanna, sem fram fara í lok ágúst og byrjun september. Karlaleikirnir fara fram miðvikudagana 29. ágúst og 5. september og verða þeir sýndir fljótlega eftir að þeim lýkur eða kl. 23:25. Leikur kvennaliðsins við Hollendinga verður sýndur beint frá Ásvöllum laugardaginn 1. september kl. 16:00. Eins og leikur karlalandsliðsins við Finnland er sá leikur ekkert merkilegri en hver annar landsleikur, nema ef vera kynni fyrir þá staðreynd að þetta verður í fyrsta sinn þar sem íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er sýnt beint í sjónvarpi. Fjöldi sjónvarpsútsendinga frá landsliðum okkar á einu hausti hefur aldrei verið meiri og er það í takt við þann aukna áhuga sem er á körfuboltanum hér landi.

Ágúst og september eru tími A-landsleikjanna á vegum FIBA Europe og eini tíminn því fyrir okkur körfuboltaáhugamenn að sjá A-landslið karla og kvenna spila. Vissulega myndum við vilja hafa leikina dreifðari yfir árið og vonandi kemur sá tími að keppnisfyrirkomula g FIBA Europe breytist til batnaðar.

Landsliðsmálefni KKÍ hafa verið í brennidepli í sumar. KKÍ þurfti að draga úr landsliðsstarfi sínu þar sem fjármagn sambandsins var af skornum skammti . Það er því gleðiefni að segja frá því að verið er að ganga frá samningi við nýjan samstarfsaðila KKÍ sem koma mun að landsliðsstarfi sambandsins og verður sá samingur kynntur í byrjun næstu viku. Það eru því bjartir tímar framundan í íslenskum körfuknattleik.

Ég hvet alla landsmenn að stilla á RÚV á morgun, laugardag, kl. 15:00 og sjá skemmtilegan landsleik í körfubolta, í fyrsta sinn beint frá útlöndum.

Hannes S.Jónsson

Formaður KKÍ


Latabæjarhlaupið

Þrátt fyrir mikið annríki hjá okkur í Office1 þessa daganna þá ákvað ég að fara með  Bergþóru og Jóni Gauti í Latabæjarmarþonið. Ég "hljóp" með Jóni Gauti og Bergþóra myndasmiður tók myndir af okkur feðgum og öðrum sem þarna voru. 

Mér persónulega finnst þetta frábært framtak hjá Glitni og Latabæ að bjóða upp á þetta skemmtillega hlaup en ég held að þátttakan sé orðin það mikikl í þessum viðburði  að það  þurfi að skipta þessu enn meira upp en gert var í gær. Þetta var samt mikil framför frá fyrra ári þar sem allir voru saman en ég held að það megi bara gera enn betur. Við hlupum í síðasta "holinnu" eða kl.15:30 í flokknum 5 ára og yngri.  Ég held að það mætti hafa 5 ára sér, 4 ára sér, 3 ára sér og svo 0-2ára sér ásamt kerrum og vögnum. Ég veit að þetta gæti orðið erfitt í framkvæmd þar sem starfsmenn ÍBR og maraþonsins hafa í nógu að snúast og reyna að gera sitt besta til að þetta fari allt vel fram.  

 En ég ítreka að þetta er flottur viðburður og gaman fyrir krakkana að taka  þátt  og við foreldrar, afar og ömmur  og allir hinu fullorðnu höfum einnig mjög gaman að þessu Wink


Til hamingju Pétur og Heimir

Alþjóðarallinu lauk í gær og tókst Pétri og Heimi að landa Íslandsmeistaratitlinum í Max1 flokki sem og 2000flokknum og þeir lentu í 5.sæti í heildarkeppninni, þetta er framúrskarandi góður árangur hjá þeim og er ég stoltur af þeim að ná þessum árangri.

 Til hamingju Pétur, Heimir og allir sem hafa verið að aðstoða ykkur í sumar.

Því miður þá duttu Eýjó og Dóri út í gær eftir að hafa keyrt föstudaginn glimrandi vel og um tíma í gærmorgun leit út fyrir að þeir kæmust á verðlaunapall en þá duttu þeir út sem voru mér auðvitað mikil vonbrigði en gleðiefni gærsdagsins Pétur og Heimir Smile . 

Eftir úrslit gærdagsins  þá erum við allir þrír bræðunir ég, Dóri og Heimir handhafar Íslandsmeistaratitla í 2000 flokki í ralli og allir sem aðstoðarökumenn, Dóri er handhafi titilsins 2001, ég 2002, Dóri aftur 2004 og svo Heimir nú 2007.

ég óska einnig Danna og Ástu til hamingu með Íslandsmeistaratitilinn í heildarkeppninni en með sigrinum í rallinu í gær tryggðu þau sér þann titil nú annað árið í röð.

Lokaúrslit alþjóðarallsins er hægt að sjá hér

   


alþjóðarallið

Í kvöld lauk degi tvö í alþjóðarallinu og lokadagur rallsins framundan á morgun. Því miður þá hef ég ekki náð að fylgjast með rallinu eins og ég hefði viljað þar sem mjög mikið er að gera vinnunni þessa dagana.

Bræður mínir Dóri og Heimir eru að standa sig vel ásamt sínum samkeppendum en Eyjó og Dóri eru nú fyrir lokadaginn í 4.sæti í heildarkeppninni eftir að hafa keyrt frábærlega í dag. Þeir voru í 20.sæti þegar keppni hófst í morgun en þeir sprengdu í gær og töpuðu þónokkrum tíma en góð keyrsla í dag hefur skilað þeim 4.sætiinu nú í kvöld. 

Pétur og Heimir eru einnig að keyra flott og standa sig mjög vel þeir eru í 8.sæti í heildarkeppninni en eru í forystu bæði í 1600 og 2000 flokknum, núna eiga þeir bara að keyra morgundaginn "save" og gulltryggja sér Íslandsmeistatitlana í báðum flokkunum sem yrði glæsilegur árangur hjá þeim á sínu fyrsta ári saman.

Það yrðu einnig ánægjulegt fyrir okkur bræðurna því þá værum við allir þrír búnir að hampa Íslandsmeistaratitli í 2000 flokknum  og allir þrír í  aðstoðarökumannsætinu, ég varð Íslandsmeistari 2002 í þessum 1600flokknum  og 2000flokknum þegar ég keppti með Hlöðveri Baldurssyni og einnig enduðum við Hlölli í 2.sæti í heildarstigakeppninni á Íslandsmótinu og ákvað ég að leggja nóturnar frá mér þá um haustið eftir skemmitlegt rallsumar 2002.  Dóri varð meistari árið á undan eða 2001 þegar hann og Hlölli kepptu saman og sigruðu 2000 flokkinn og svo sigruðu þeir 2000 flokkinn aftur  2004 þegar þeir voru aftur saman. En Pétur og Heimir verða að klára morgundaginn svo þetta gangi nú eftir og það eru margir kílometrar eftir en í rallinu og alllt getur gerst,  ég geri ráð fyrir að það sé sögulegt afrek í rallinu hér á landi og þótt víðar væri leitað í öðrum íþróttagreinum á Íslandi  ef við bræður náum þessum skemmtilega árangri að hafa allir hampað sama  Íslandsmeistaratitlinum. Ég mun fylgjast spenntur með strákunum og vona að báðir "mínir" bílar í keppninnu muni skila sér á endamark seinnipart morgundags.

Bloggssíða Dóra brósa

Rally Reykjavík   

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband