Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
27.3.2007 | 14:21
Góðar fréttir
Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur í íþróttahreyfingunni, þetta verið í vinnslu í nokkur ár og loksins orðið að veruleika og er það frábært framtak hjá ríksstjórninni að stíga þetta skref. Þorgerður Katrín menntamálaráðherra hefur sýnt íþróttahreyfingunni mikinn skilning og hafa fjárframlög til íþróttamála aukist verulega í hennar ráðherratíð. En ég vil sjá miklu meira framlag koma frá ríkisvaldinu og ég hef trú á því að svo eigi eftir að vera í nánustu framtíð, því meira framlag til íþróttahreyfingarinnar mun skila betri einstaklingum út í samfélagið eins og Þórdís Gísladóttir greindi frá á fundi hjá ÍSÍ á föstudaginn síðasta .
90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 12:58
Iceland Express skot í NBA :-)
NBA: Jafnaði af 20 metra færi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2007 | 10:21
ótrúleg umferð
Þar sem ég bý í Grafarvoginum þá er ég orðinn vanur því að vera í nokkun tíma að koma mér í vinnuna í Skútuvoginn en þetta sló allt út í morgun. Ég var í 40 mínútur á leiðinni!!!! ótrúlegt hvað umferðin gekkk hægt - og maður var orðinn nokkuð pirraður þegar maður loksins komst í vinnuna. En ég er að vinna með svo skemmtilegu fólki að eftir einn kaffibolla og smá spjall þá var góða skapið komið aftur :-)
Umferð enn mjög þung á höfuðborgarsvæðinu vegna hálku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2007 | 14:56
var þetta ekki bara allt í lagi
Spaugstofumenn hafa gert grín að allflestu í íslensku þjóðlífi og m.a. af forseta okkar og öðrum framámönnum og svo verða allmargir ósáttir þegar þeir setja nýjan texta við lag þjóðsöngs okkar. Ég get skilið bæði sjónarmiðin í þessu máli og ég hallst nú frekar að því að þeir hefðu átt að sleppa þessu atriði sínu.
En það sem mig langaði koma frá mér um þjóðsönginn er það hvað okkar ágæti þjóðsöngur er langur, ég hef verið viðstaddur marga atburði í körfuboltanum þegar verið er að spila þjóðsöngva og ég verð að segja að "styttri" útgáfa okkar af þjóðsöngum er alltof löng. Það eru allir farnir að geispa og hálfsofnaðir þegar loksins okkar þjóðsöngur er búinn. Hvað er hægt að gera í þessu?? Ég vil alls ekki fara útí þá umræðu að skipta um þjóðsöng því þjóðasöngur okkar er mjög góður og við eigum að vera stolt af honum en þurfum að athuga lengd hans eins og við íþróttaatburði.
Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 00:09
Svona var helgin hjá mér
Þá er skemmtilegri og góðri helgi að ljúka.
Í gær laugardag þá vorum við í Office1 í stefnumótunarvinnu og fara yfir hvað hægt er að gera meira fyrir þetta frábæra fyrirtæki ,við enduðum góðan vinnudag á því að fara út að borða ásmat mökum okkar á veitingastaðinn Við tjörnina, áhugaverður veitingastaður þar og að sjálfsögðu fengum við mjög gott að borða.
Dagurinn í dag fór í körfuboltan og fermingarveislu. Ég og Jón Gautur fórum uppúr hádeginu í vesturbæinn að krýna Íslandsmeistara í 7.flokki drengja, við horfðum á síðasta leik mótsins sem var á milli KR-inga og Skallagrímsmanna fyrir leikinn var ljóst að drengirnir úr vesturbænum væru búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Eftir leikinn varð ljóst að Þór frá Þorlákshöfn fengju silfur og svo KR Íslandsmeistari, það er alltaf jafn gaman að horfa á framtíðarkörfuboltafólk okkar keppa í þessum mótun og mikil gleði hjá öllum þessum krökkum. Þegar við feðgar vorum búnir að afhenda verðlaun drifum við okkur í Grafarvoginn að ná í Bergþóru því nú tók við fermingarveisla hjá Ægi Hreini frænda mínum, þar hittum við fullt af frændum og frænkum og var mikið stuð á Jóni Gauti, eftir veisluna var farið á rúntinn. Þá var meiri körfubolti framundan um kvöldið og ég ákvað að fara á leik í úrslitakeppni 1.d.karla í körfunni á milli Stjörnunnar og Breiðabliks ,leikurinn var hörkuspennandi og endaði með sigri Blika og því munu liðin mætast í oddleik á þriðjudaginn um hvort þessara liða muni mæta Val í úrslitum um eitt laust sæti í Iceland Express deild karla á næsta keppnistímabili. Það varánægjulegt að sjá hversu margir áhorfendur voru mættir í Garðabæinn ég geri ráð fyrr að um 300 manns hafi verið á leiknum, það er ekki slæmt á leik í næst efstudeild. Svo þegar heim var komið tók enþá meiri körfubolti við - tala við nokkra aðila um úrslit kvöldsins og svara nokkrum e-mailum. Það er kominn tími núna að slökkva á tölvunni og fara að kúra hja Bergþóruminni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2007 | 23:13
Skemmileg úrslitakeppni hjá stelpunum
ÍS jafnaði metin gegn Haukum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 23:01
Það verður fjör í Hólminum á þriðjudag
Í fyrstu umferð undanúrslita Iceland Expressdeildar karla hafa liðin á heimavelli unnið sína leiki. Það verður gaman að fara í Grindavík annaðkvöld og Stykkishólminn á þriðjudag, það er alltaf rosalega gaman að fara í Hólminn og mikil stemming....ég hvet áhugamenn um íþróttir að mæta í Grindavík annað kvöld og Stykkishólm á þriðjudag...frábær úrslitakeppni heldur áfram.....
KR sigraði Snæfell í fyrsta leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 23:59
Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi
Íþrótta-og Ólumpíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur með reglulegu millibili staðið fyrir hádegisfundum þar sem fjallað er um ákveðna þætti sem snúa að íþróttahreyfingunni. Í dag var haldinn einn af þessum fundum og ég og Friðrik Ingi fórum á fundinn fyrir KKÍ. Fundarefnið var forvitnilegt en þar kynnti Þórdís Gísladóttir mastersritgerð sína sem heitir " Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi". Þetta var vel sóttur fundur og mjög margt áhugavert kom þarna fram m.a. kom fram að um 16.000 manns starfa í stjórnum og nefndum í hreyfingunni, vinnuframlagið er 250.000 dagverk eða 995 ársverk. Það skal ítrekað að þetta er varlega áæltað , hún miðar við t.d. að stjórnarmenn i deildum íþróttafélaga starfi að meðaltali í 1 klst á dag - við vitum að sá tími er meiri. Við sem störfum í þessari fjölmennustu fjöldahreyfingu landsins höfum haldið því fram að þáttur ríkis og sveitarfélaga megi veri mun meiri og þessu ritgerð sýnir það vel. Ég gæti skrifað langan pistil um ritgerðina en ég vil heldur hvetja ykkur til að fara inn á vefinn hjá ÍSÍ isi.is þar sem þið getið kynnt ykkur þetta nánar. Þakka þér Þórdís fyrir vel unna og greinargóða skýrslu sem mun örugglega nýtast okkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 11:24
Afhverju að blogga??
Undanfarið þá hef ég verið að skoða blogg hina ýmsu aðila og haft mjög gaman af að lesa skoðanir annara, það varð til þess að ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að prufa þetta líka, ég hef sem sagt ákveðið að skella mér út í bloggheiminn með ykkur hinum. Ég er ennþá að velta fyrir mér hvernig ég ætla að hafa síðuna útlitslega séð þannig að einhverjar breytingar munu standa yfir næstu daga.
Annars er nóg að gera þessa dagana hjá mér þar sem mikið er að gera í vinnunni sem betur fer og það hefur örugglega ekki farið fram hjá mörgum að mikið er um að vera í körfuboltanum og ég er mjög stoltur af öllum þeim viðburðum sem körfuboltahreyfingin hefur staðið fyrir undandarið.
Jæja best að hafa þetta ekki lenga svona í fyrsta skiptið.....ég mun skrifa meira hér inn í kvöld .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)